

Er loksins að hressast eftir þriggja vikna veikindi. Það sem í upphafi leit út fyrir að vera langdregið kvef reyndist vera lungnabólga. Er búinn að taka penicillin í viku og nú fyrst orðinn líkur sjálfum sér. Fer því á leikskólann á morgun eftir nokkuð langa fjarveru.