


Fjölskyldan var að koma af föndurkvöldi á leikskólanum hans Einars Atla. Allir tóku með sér eitthvað ætilegt til að hafa á hlaðborðið. Einar Atli valdi að sjálfsögðu mandarínur. Eins og Anna frænka í Igelfors hefur bent á þá fylgir mandarínuátinu ákveðinn galli sem hefur svo sannarlega gert vart við sig. Við því er hins vegar ekkert að gera nema að úða aðeins meira vellyktandi við bleyjuskiftin.
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar