söndag 16 december 2007

Jólatréð skreytt


Þar sem fjölskyldan er á leið til Íslands var jólatréð keypt í fyrra fallinu. Eins og sjá má er þetta ósköp mikill ræfill. Engu a síður hafði Einar Atli gaman að skreyta tréð og var með mjög ákveðnar skoðani á því hvar hver kúla átti að vera.
Posted by Picasa

Í dag er Luciadagurinn haldinn hátíðlegur í Svíþjóð. Að venju klæðast börnin mismunandi búningum, ýmist sem litlir jólaálfar, englar o.s.frv. Einar Atli var klæddur sem piparkökukarl eins og sjá má á myndinni. Hefur ekki enn fengist til að fara úr búningnum þó framorðið sé orðið.
Posted by Picasa

torsdag 6 december 2007

Mamma var að klippa strákinn sinn og það tókst bara ágætlega!! Við vorum líka að leika okkur með picasa forritið það er gaman að breyta og brasa með myndir af sætum strákum.

tisdag 4 december 2007

Föndurkvöld




Fjölskyldan var að koma af föndurkvöldi á leikskólanum hans Einars Atla. Allir tóku með sér eitthvað ætilegt til að hafa á hlaðborðið. Einar Atli valdi að sjálfsögðu mandarínur. Eins og Anna frænka í Igelfors hefur bent á þá fylgir mandarínuátinu ákveðinn galli sem hefur svo sannarlega gert vart við sig. Við því er hins vegar ekkert að gera nema að úða aðeins meira vellyktandi við bleyjuskiftin.

tisdag 27 november 2007

Omelettugerð!!

Einar Atli var að hræra egg í omelettu með mömmu sinni
og svo gæða sér á henni.

torsdag 22 november 2007

E
i
n
a
r

A
t
l
i






elskar mandarínur og borðar stundum 3-4 á dag. Hann getur tekið utan af þeim sjálfur með smá aðstoð og svo telur hann laufin. Hann heldur stundum lengi á sömu mandarínunni áður en hún er borðuð eða að hún er notuð sem hamar. Nammi namm mandarínur!!


Posted by Picasa

tisdag 20 november 2007

Bað og fútt




Fengum vini okkar i mat á laugardaginn. Kátt var á hjalla. Einar Atli er þó mest fyrir róleg heimakvold og þurfti þvi að kæla sig niður eftir herlegheitin eins og sjá má á myndunum. Fyrir svefninn var svo skellt i sig mandarinum.

tisdag 13 november 2007

Íslenskar ömmu-hannyrðir







Veturinn er kominn til Gautaborgar og fyrstu snjókornin hafa fallið. Einar Atli fór í leikskólann í fyrsta skipti í gær eftir veikindin. Í kuldanum kemur sér vel lopapeysan sem amma Rut prjónaði og húfan sem amma Jóhanna heklaði.


Posted by Picasa

måndag 12 november 2007